Alls greiddu út­gerðir um 1.852 milljónir króna í veiði­gjald vegna veiða í mars. Þetta kemur fram á Radarnum, mæla­borði sjávar­út­vegsins.

„Vafa­laust hafa tekjur ríkis­sjóðs af veiði­gjaldi aldrei verið meiri í einum mánuði. Þetta er þre­föld sú fjár­hæð sem út­gerðir greiddu fyrir veiðar í mars í fyrra, en þá nam heildar­fjár­hæð veiði­gjaldsins 617 milljónum króna,” segir á vef Radarsins.

Mest munaði um veiði­gjald af loðnu í mars af ein­stökum fisk­tegundum en mikil vinna fór í að ná loðnu­kvótanum.

Upp­sjávar­skipin lönduðu saman­lagt 215 þúsund tonnum af loðnu í mars. Fyrir hvert kíló af loðnu þarf að greiða 5,54 krónur í veiði­gjald og nam því heildar­fjár­hæð veiði­gjalds af loðnu­veiðum ríf­lega 1.191 milljón króna í mars.

Þorsk­veiðar (401 milljón króna) skiluðu svo næst­hæstri fjár­hæð í veiði­gjald í mars og svo ýsu­veiðar (121 milljón). Þetta má sjá í ný­legum tölum sem Fiski­stofa birti á vef sínum.

150% aukningu frá sama tíma­bili í fyrra

Á fyrsta árs­fjórðungi þess árs hafa út­gerðirnar greitt um 3.650 milljónir króna í veiði­gjald.

„Ætla má að tekjur ríkis­sjóðs af veiði­gjaldi fyrir fyrsta árs­fjórðung hafi aldrei verið meiri. Miðað við sama tíma­bil í fyrra er um 150% aukningu að ræða. Mestu munar um þær 1.805 milljónir sem upp­sjávar­út­gerðir greiddu í veiði­gjald af loðnu á fjórðungnum. Í fyrra var ekkert veiði­gjald af loðnu, enda var loðnu­brestur á árinu 2020 sem reikni­stofns veiði­gjaldsins var byggt á,” segir á vef Radarsins.

Þorsk­veiðar skiluðu næst­hæstri fjár­hæð í veiði­gjald (1.180 milljónum króna) á fjórðungnum, sem er þó að­eins lægri fjár­hæð en í fyrra. Það má einkum rekja til þess að þorsk­aflinn var um 10% minni á fyrsta fjórðungi í ár en á sama tíma­bili í fyrra.

Á móti kemur að fjár­hæð veiði­gjalds á hvert kíló á þorski er hærra í ár en í fyrra. Veiðar á ýsu (339 milljónir) hafa skilað þriðju hæstu fjár­hæðinni í veiði­gjald, sem er tölu­vert hærri fjár­hæð en í fyrra.

Þegar litið er á heildar­fjár­hæð veiði­gjalds eftir sveitar­fé­lögum á fyrsta árs­fjórðungi eru þau sveitar­fé­lög þar sem upp­sjávar­veiðar eru fyrir­ferðar­miklar í efstu sætunum.

Þannig greiddu út­gerðir í Fjarða­byggð mest í veiði­gjald á fyrsta árs­fjórðungi, eða saman­lagt um 800 milljónir króna.

Hægt er að sjá heildar­stöðuna á Radarnum hér.