Rekstur Sjálfstæðisflokksins kostaði 374 milljónir króna samkvæmt rekstrarreikningi fyrir árið 2018 miðað við 240 milljónir króna árið á undan. Tap af rekstri flokksins nam 6 milljónum krónum en eftir fjármagnsgjöld nam heildar tap ársins 35 milljónum króna miðað við 15 milljón króna tap árið 2017.

Ársreikningur Sjálfstæðisflokksins er birtur á vef Ríkisendurskoðunar.

Eignir voru samkvæmt efnahagsreikningi í lok árs 2018 alls tæpar 770 milljónir króna og lækkuðu um 13 milljónir frá árinu á undan. Varanlegar eignir voru 692 milljónir og hækkuðu um 9 milljónir. Veltu fjármunir lækkuðu um 22 milljónir króna og voru 77 milljónir í lok síðasta árs.

Framlög námu samtals 273 milljónum og hækkuðu um 96 milljónir frá árinu 2017. Stærsta framlagið kom frá ríkinu eða 181 milljónir króna og hækkuðu um tæpar 80 milljónir frá árinu áður. Framlög einstaklinga lægri en 200 þúsund krónur og félagsgjöld voru 49 milljónir og hækkuðu um 5 milljónir milli ára. Framlög lögaðila voru samtals 22 milljónir og framlög sveitarfélaga námu 21 milljón króna en hæst voru framlög Reykjavíkur eða 7 milljónir.