Tekjur íslenskra sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 námu 275 milljörðum króna og jukust um 9 milljarða á föstu verðlagi eða um 3,3% milli ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íslandsbanka um íslenskan sjávarútveg.

Gengisstyrking krónunnar

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst um 17% frá upphafi ársins og 26% frá upphafi síðasta árs gagnvart viðskiptaveginni gengisvísitölu, segir í greiningu bankans. Gengi krónunnar hefur jafnframt styrkst mest gagnvart breska pundinnu en Bretland er eitt stærsta viðskiptaland Íslands, segir í greiningunni .

18% af heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða fara til Breta, því hefur gengislækkunin haft mikil áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga.

Hagnaður eykst og skuldir lækka

Hagnaður sjávarútvegsfélaga á árinu 2015 nam 45 milljörðum og var 1,6 milljarði hærri en árið áður sem nemur 3,7% aukningu. Eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá þá hefur skuldastaða sjávarútvegsfélaga lækkað til muna. Þær hafa til að mynda lækkað úr 619 milljörðum árið 2008 niður í 333 milljarða árið 2015.