Stjórnarmenn í slitastjórn Glitnis, Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson, voru með sem nemur 381 milljón króna í tekjur frá þrotabúinu á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur var í gær.

Þetta er tvöfalt hærri upphæð en árið 2014, en þá nam upphæðin 190 milljónum króna. Fyrrverandi framkvæmdastjóri Glitnis, Kristján Óskarsson fékk greitt sem nemur 64 milljónum króna, samanborið við 46 milljónir króna árið áður.