Rekstrarniðurstaða Snæfellsbæjar var töluvert betri en áætlun gerði ráð fyrir á síðasta ári, með 262,9 milljóna króna afgangi fyrir samantekinn rekstrarreikning A- og B-hluta, þegar gert hafði verið ráð fyrir að hún yrði neikvæð upp á 31,4 milljónir króna. Það þýðir viðsnúningur upp á 294,3 milljónir króna.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 2.314,2 milljónum króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A- og B-hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 2.108,4 milljónum króna. Það gerir nálega 9,8% meiri tekjur en gert var ráð fyrir.

Rekstrartekjur A- hluta námu um 1.876 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 1.670 milljónum króna.
Rekstrarniðurstaða A-hluta var jákvæð að fjárhæð 137,1 milljónir króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir neikvæðri afkomu upp á 47,4 milljónir króna. Afkoma A-hluta varð því betri sem nemur 184,5 milljónum króna.

Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 3.311 milljónum króna skv. efnahagsreikningi en þar af nam eigið fé A-hluta 2.550 milljónum króna. Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins námu um 1.153,4 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfélagsins nam 136 stöðugildum í árslok.

Veltufé frá rekstri var 237 milljónum króna og veltufjárhlutfall er 0,93. Handbært frá rekstri var 245 milljónum króna. Heildareignir bæjarsjóðs námu um 3.870 milljónum króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi um 5.072 milljónir króna í árslok 2017.

Skuldirnar tæplega 1,8 milljarður

Heildarskuldir bæjarsjóðs námu um 1.320 milljónum króna og í samanteknum ársreikningi um 1.761 milljónum króna, og hækkuðu þar með milli ára um 112 milljónir. Eigið fé bæjarsjóðs nam um 2.549,8 milljónum króna og eigið fé í samanteknum reikningsskilum nam um 3.311 milljónum króna í árslok 2017.  Eiginfjárhlutfall er 65,89 % á á árinu 2017 en var 65,92% árið áður.

Snæfellsbær fjárfesti á árinu fyrir 535 milljónir í varanlegum rekstrarfjármunum og tók ný lán á árinu 2017 upp á 220 milljónir.  Greidd voru niður lán að fjárhæð 143,9 milljónir. Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%. Álagningahlutfall fasteignaskatts nam 0,44% á íbúðarhúsnæði og álagningarhlutfall á aðrar fasteignir nam 1,55%.

Hlutfall reglulegra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum er 62,95% hjá sjóðum A-hluta, en var 61,64% árið 2016, og 69,49% í samanteknum ársreikningi en var 64,48% árið 2017.  Skv. 64. gr. 2. málsgr. sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%.