Fjárhagsleg staða Íslendinga versnar í samanburði við aðrar Norðurlandaþjóðir eftir því sem tekjur vaxa, að því er segir í nýrri samanburðarskýrslu ASÍ. Íslendingar vinna að jafnaði lengri vinnuviku til að halda uppi lífskjörum sambærilegum við það sem þar tíðkast og verður munur á ráðstöfunartekjum enn meiri ef tekið er tillit til vinnutíma.

Þótt skattbyrði hérlendis sé ýmist lægri eða sambærileg því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum þá eru tekjur eftir skatt í öllum tilfellum lægri á Íslandi eftir að tekið hefur verið tillit til verðlags, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Munurinn stafar að mörgu leyti af þeirri raunaðlögun sem orðið hefur með minni kaupmætti launa eftir hrun. Launastaða hjóna og sambýlisfólks með börn hefur á síðustu árum versnað miðað við hinar Norðurlandaþjóðirnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.