Stork NV í Hollandi birti uppgjör sitt fyrir þriðja fjórðung ársins í gær, en eignarhaldsfélagið LME, sem er í eigu Landsbankans, Marel og Eyris, á um 8% hlut í Stork, að sögn greiningardeildar Kaupþings banka. Auk þess hefur Marel áhuga á að kaupa matvælavéla einingu fyrirtækisins, Stork Food System og hafa tekjur hennar aukist um 24%, samanborið við þriðja fjórðung 2005.

?Hefur heildarvelta samstæðunnar dregist saman um eina milljón evra miðað við þriðja ársfjórðung árið 2005, og var 458 milljón evrur (39,5 milljarðar króna) nú samanborið við 459 milljón evrur (39,6 milljarðar króna). EBIT samstæðunnar hefur aftur á móti batnað á milli ára og er 27 milljón evra (2,3 milljarðar króna) nú miðað við 25 milljón evra (2,16 milljarðar króna) á sama tímabili fyrir ári síðan.

Hagnaður eftir skatta hækkar úr 18 milljónum evra (1,6 milljarðar króna) á þriðja fjórðungi ársins 2005 í 25 milljónir evra (2,16 milljarðar króna) á þriðja fjórðung ársins í ár. Skýrist þessi munur fyrst og fremst af lægra skatthlutfalli í ár miðað við síðastliðið ár," segir greiningardeildin.

?Þegar reikningar nýafstaðins fjórðungs eru skoðaðir kemur í ljós að í flugiðnaðareiningunni dragast tekjur saman um rúmlega 16% samanborið við þriðja fjórðung 2005. Er það fyrst og fremst seinkun á framleiðslu Airbus A380 risaþotunnar sem hefur þessi áhrif, en Stork er einn af fjölmörgum undirverktökum í því verkefni," segir greiningardeildin.