*

fimmtudagur, 14. nóvember 2019
Innlent 29. september 2019 09:01

Tekjur Subway drógust saman

Subway á Íslandi tapaði 73 milljónum í fyra samanborið við 13 milljóna hagnað árið áður.

Ritstjórn
Skúli Gunnar Sigfússon er stjórnarformaður Stjörnunnar, rekstrarfélags Subway.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Stjarnan ehf., rekstrarfélag Subway á Íslandi, skilaði 73 milljóna króna tapi á síðasta ári samanborið við 13 milljóna hagnað á sama tímabili í fyrra.

Hefur afkoma félagsins versnað um 207 milljónir króna frá árinu 2016. Tekjur félagsins námu 2.126 milljónum króna og drógust saman um 2,7% milli ára. Launakostnaður nam 999 milljónum og jókst um 3,8% milli ára þrátt fyrir að heilsárs stöðugildum fækkaði um 5. Launakostnaður sem hlutfall af tekjum var 47% og hækkaði hlutfallið um 3 prósentustig á milli ára.

Eignir félagsins námu tæplega 1,6 milljörðum í árslok og lækkuðu lítillega milli ára. Eiginfjárhlutfall var 51,3% í lok ársins og lækkaði um 4,5 prósentustig á milli ára. Stjarnan er að fullu í eigu Leitis eignarhaldsfélags en aðaleigandi þess félags er Skúli Gunnar Sigfússon sem jafnframt er stjórnarformaður Stjörnunnar.

Stikkorð: Subway