Hugbúnaðarfyrirtækið Tempo, sem er í eigu Origo, áður Nýherja, var með 17,9 milljón Bandaríkjadali í tekjur á síðasta ári. Það samsvarar um 1,8 milljörðum íslenskra króna. Félagið, sem fagnaði 10 ára afmæli á síðasta ári, er nú komið með yfir 12 þúsund viðskiptavini, en desember var tekjuhæsti mánuðurinn í sögu félagsins.

Er það um og yfir væntingum Finns Oddssonar forstjóra Origo, frá því í október en eins og Viðskiptablaðið greindi þá frá setti félagið um fjórðung af Tempo í söluferli.

Ágúst Einarsson framkvæmdastjóri Tempo segir desembermánuð hafa verið þann tekjuhæsta í sögu félagsins að því er fram kemur á vef Businesswire . Sagði hann vel heppnaðan tilflutning viðskiptavina yfir á vefþjóna Amazon vera mikilvægan áfanga í að geta boðið þjónustuna hraðar og til fleirri viðskiptavina.

Á árinu fjölgaði viðskiptavinum félagsins um 2 þúsund, en meðal nýrra viðskiptavina eru taldir upp Bank of Songapore, Airbus Defence, Space, Verizon, NBC Universal og Rolex. Jafnframt bætti félagið við sig 17 starfsmönnum á skrifstofunni í Montreal, svo nú eru starfsmenn þess í heildina um 100.

Félagið sem framleiðir hugbúnaðarlausnir til að hjálpa öðrum hugbúnaðarfyrirtækjum að skipuleggja vinnu og auðvelda reikningagerð, bætti á árinu við sig lausnum til viðbótar við Atlassian umhverfið sem félagið hefur hingað til unnið á. Er nú komið á markað Tempo fyrir Slack umhverfið einnig.

Fleiri fréttir um Tempo og tengd félög: