*

fimmtudagur, 25. febrúar 2021
Erlent 14. febrúar 2021 10:32

Tekjur Twitter í sögulegum hæðum

Alls námu tekjur samfélagsmiðilsins 1,29 milljörðum dala á síðasta ársfjórðungi og jukust um 28% frá sama tímabili árið áður.

Ritstjórn
Jack Dorsey, forstjóri Twitter.
epa

Tekjur samfélagsmiðilsins Twitter náðu sögulegu hámarki á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Alls námu tekjurnar á tímabilinu 1,29 milljörðum dala og jukust um 28% í samanburði við sama tímabil árið áður. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Var þessi tekjuaukning framar spám greinenda en vöxtur nýrra notenda var þó minni á tímabilinu en greinendur höfðu gert ráð fyrir.

Snemma á þessu ári lokaði Twitter reikningi þáverandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, og telja greinendur að það gæti haft áhrif á afkomu félagsins á yfirstandandi ársfjórðungi.

Jack Dorsey, forstjóri Twitter, hefur þó litlar áhyggjur af því. „Við erum vettvangur sem er augljóslega mun stærri en eitthvað eitt málefni eða einn reikningur.“

Stikkorð: Twitter Jack Dorsey tekjur