Tekjur Manchester United námu 515,3 milljónum punda fyrir reikningsárið 2016. United er því fyrsta breska liðið þar sem að tekjur nema yfir 500 milljónir á einu ári. Þetta kemur fram á vef BBC.

Liðið sigraði FA bikarinn á síðastliðnu tímabili. Það skrifaði einnig undir 14 samstarfssamninga við fyrirtæki. Tekjur félagsins tengdar sjónvarpsútsendingum og tekjur sem félagið hlaut á leikdag hækkuðu á tímabilinu.

Samkvæmt spám þá eiga tekjur United að hækka enn meira á árinu 2017, þrátt fyrir að liðið eigi ekki sæti í meistaradeildinni.

Tekjuhæsta lið heimsins, Barcelona, sem hagnaðist um 570 milljón pund á sama tímabili.

Haft er eftir Ed Woodward, varaformanni í stjórn Manchester United að þetta sé til marks um styrk viðskiptahliðar liðsins, að liðið geti skilað mettekjum þátt fyrir að taka ekki þátt í meistaradeildinni. Liðið hafi því getað fjárfest í innviðum og leikmönnum og telur hann að það eigi eftir að hafa góð áhrif á gengi United inn á vellinum.