*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 19. mars 2019 17:42

Tekjur útvarpsstjóra hækka um 13%

Heildargreiðslur til Magnúsar Geirs Þórðarsonar námu tæplega 26 milljónum króna á síðasta ári.

Ritstjórn
Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Heildarlaun og þóknanir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra námu 25,9 milljónum króna fyrra, sem gera tæplega 2,2 milljónir króna á mánuði. Á árinu 2017 námu þessar greiðslur 22,9 milljónum eða 1,9 milljón króna á mánuði. Heildarlaun og þóknanir til útvarpsstjóra hækka því um 13% á milli ára. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV, sem birtur var síðdegis.

Í heildina hækkuðu laun og launatengjd gjöld hjá RÚV um 9% á milli ára. Í fyrra námu þau ríflega 2,8 milljörðum króna samanborið við tæplega 2,6 milljarða árið 2017. Í lok árs 2017 voru 260 stöðugildi hjá RÚV en um síðustu áramótum voru þau 270. Í skýringu í 5 í ársreikningnum segir að stöðugildum hafi meðal annars fjölgað „vegna fastráðninga starfsmanna sem áður höfðu starfað sem verktakar, í samræmi við stjórnarákvörðun og vegna aukinnar áherslu á innlenda dagskrárgerð".

Stjórnarlaun námu 15,7 millljónum króna á síðasta ári en 14,3 milljónum árið 2017. Nánar má lesa um niðurstöður ársreiknings RÚV hér.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is