Kínverska tæknifyrirtækið Xiaomi aflaði um 7,8 milljörðum bandaríkjadala í sölutekjur fyrir skatta á síðasta ári. Er það um 135% aukning frá árinu 2013. BBC News greinir frá þessu.

Fyrirtækið er nú þriðji stærsti snjallsímaframleiðandi í heimi á eftir Apple og Samsung, en það seldi á árinu um 61 milljón snjallsíma. Er það 227% aukning frá fyrra ári.

Xiaomi fékk 1,1 milljarðs dala fjármögnun í síðustu viku og var fyrirtækið í kjölfarið verðmetið á 45 milljarða dala. Fór verðmæti þess til dæmis þannig fram úr frumkvöðlafyrirtækinu Uber, sem er nú verðmetið á um 40 milljarða dala.