Hljómsveitin XXX Rottweiler hundar tapaði um 19 þúsund krónum í fyrra, samkvæmt ársreikningi félagsins sem heldur um starfsemi hljómsveitarinnar. Tekjur ársins námu um 175 þúsund krónum og drógust töluvert saman frá fyrra ári, þegar þær voru um 308 þúsund krónur. „Ýmis rekstrarkostnaður“ skýrir tap síðasta árs, en kostnaður vegna tónleika stóð á pari við tekjur vegna tónleikahalds.

Eignir námu í árslok nærri 1,5 milljónum en félagið var stofnað árið 2002. Rottweiler hundar eru skuldlausir og nemur óráðstafað eigið fé um 950 þúsund krónum. XXXR ehf. er í eigu Þorsteins Lár Ragnarssonar, Lúðvíks Páls Lúðvíkssonar og Ágústs Bent Sigbertssonar.