Heildartekjur spilavíta í kínversku spilaborginni Macau námu 44,1 milljarði bandaríkjadala á árinu 2014. Þær hafa ekki verið lægri frá því rekstur spilavíta var leyfður í borginni árið 2001. BBC News greinir frá þessu.

Macau er stærsta spilaborg heims og eru heildartekjurnar, þrátt fyrir slæmt ár, enn um sjö sinnum hærri heldur en í Las Vegas í Bandaríkjunum, sem er næststærsta spilaborgin.

Tekjurnar hafa lækkað nokkuð hratt að undanförnu í Macau eftir að kínversk stjórnvöld hófu aðgerðir gegn spillingu landinu. Hafa þær meðal annars haft þær afleiðingar að margir fjársterkir fjárhættuspilarar hafa haldið aftur af útgjöldum sínum.

Tekjurnar minnkuðu til að mynda um 30,4% í desembermánuði frá sama mánuði ári fyrr. Þá féllu þær um 20% í nóvember en lækkun októbermánaðar nam 23%, en spilavíti borgarinnar hafa samanlagt minnkað um 58 milljarða dala í virði síðastliðna sex mánuði.