*

sunnudagur, 20. júní 2021
Erlent 27. apríl 2021 17:44

Tekjurnar aldrei verið hærri

Þrátt fyrir mikið stökk í tekjum voru þær aðeins undir væntingum og hlutabréfaverð Tesla lækkaði.

Ritstjórn
Elon Musk, stofnandi og forstjóri Tesla.
EPA

Tekjur Tesla á fyrsta ársfjórðungi námu 10,4 milljörðum dollara, sem er 74% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta kom fram þegar uppgjörið var birt síðdegis í gær.

Hagnaður félagsins á fjórðungnum nam 438 milljónum dollara  samanborið við 16 milljónir fyrir ári. Tesla afhenti 185 þúsund bíla sem er tvöfalt meira en á sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir þetta stökk voru tekjurnar aðeins undir væntingum en greiningarfyrirtæki á Wall Street reiknuðu með 10,5 milljarða dollara tekjum. Hlutabréfaverð Tesla féll um ríflega 3% eftir að uppgjörið var kynnt.

Þess má geta að Tesla keypti bitcoin fyrir 1,5 milljarða dollara á fyrsta fjórðungi ársins en hefur þegar selt 10%.

Stikkorð: Tesla Elon Musk