*

fimmtudagur, 27. janúar 2022
Innlent 11. september 2021 10:22

Tekjurnar fjórðungur miðað við 2019

Tekjur ferðaþjónustufélagsins Guide to Iceland námu 1.620 milljón króna og féllu um rúm 77% á síðasta ári.

Ritstjórn
Xiaochen Tian er forstjóri Guide to Iceland.
Eyþór Árnason

Tekjur ferðaþjónustufélagsins Guide to Iceland námu 1.620 milljón króna og féllu um rúm 77% á síðasta ári samanborið við 2019.

Meðalstöðugildum fækkaði um helming og voru 33 talsins. Laun og launatengd gjöld námu 138 milljónum en voru 660 milljónir árið 2019. Félagið fékk 65 milljónir gegnum hlutabótaleiðina.

Tap var 160 milljónir en hagnaður var 449 milljónir árið á undan. Eignir drógust saman um 1,1 milljarð, námu 2,1 milljarði, en eigið fé er 1,2 milljarðar.

Stikkorð: Iceland to Guide