*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 25. mars 2021 13:21

Tekjusamdráttur Fríhafnarinnar 74%

Um 887 milljóna króna neikvæður viðsnúningur var á afkomu Fríhafnarinnar á síðasta ári.

Ritstjórn
Júlíus Sigurjónsson

Tap Fríhafnarinnar nam 604,8 milljónum króna fyrir skatta árið 2020, samanborið við 281,9 milljóna króna hagnað árið áður. Því var ríflega 887 milljóna króna neikvæður viðsnúningur á afkomu Fríhafnarinnar á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi Isavia sem birtist í dag.  

Tekjur Fríhafnarinnar, dótturfélags Isavia, voru 3,4 milljarðar króna, samanborið við 13,2 milljarða árið áður. Tekjusamdráttur Fríhafnarinnar var því 74,1% árið 2020. 

Sjá einnig: Tap Isavia 13,2 milljarðar árið 2020

Heildareignir Fríhafnarinnar námu 1,3 milljörðum króna í árslok 2020. Þær lækkuðu um 59% milli ára eða úr ríflega þremur milljörðum, samkvæmt ársreikningi Fríhafnarinnar fyrir árið 2019. Eigið fé lækkaði úr 1.248 milljónum króna í árslok 2019 í 644 milljónir í lok árs 2020. Skuldir félagsins námu 617 milljónir króna í lok síðasta árs, samanborið við 1,8 milljarða árið áður. 

Stikkorð: Isavia Fríhöfnin