Tekjur Apple á síðasta fjórðungi, sem lauk 31. desember, drógust saman um 5,5% frá sama tímabili í fyrra og námu 117,2 milljörðum dala. Um er að ræða í fyrsta sinn í þrjú og hálft ár sem tekjur félagsins dragast saman á milli ára. Hlutabréf Apple hafa fallið um 1,5% í viðskiptum fyrir opnun markaða.

Apple lýsti því að umtalsverðar raskanir á aðfangakeðju sinni, einkum í Kína, hefðu tafið afhendingar á iPhone-símum yfir hátíðirnar. Í umfjöllun Financial Times segir að rekstrarniðurstaðan, sem var undir væntingum greiningaraðila, varpi ljósi á hversu mikið framleiðsla fyrirtækisins reiðir sig á Kína.

Tim Cook, forstjóri Apple, lýsti því að tekjur félagsins á fyrstu þremur mánuðum þessa árs verði sennilega einnig minni en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir væntingar um að sala á iPhone símum taki við sér.

Apple hagnaðist um 30 milljarða dala á síðasta sem er um 13,4% samdráttur frá fyrra ári. Hagnaður félagsins var einnig undir spám greinenda.