Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir að standa við yfirlýsingar í skattamálum og hækka hvorki tekjuskatt á einstaklinga né almenna skatta á fyrirtæki á næsta ári. Þetta er haft eftir Oddný G. Harðardóttur fjármálaráðherra í Fréttablaðinu í dag.

Oddný útilokar þó ekki að mögulega verði farið í einhverjar breytingar á öðrum sköttum en segist ekki vilja tjá sig frekar um það á meðan vinna við fjárlögin stendur yfir. Gert er ráð fyrir um eins prósents niðurskurð í ríkisrekstri.

Samkvæmt breyttum þingsköpum verða fjárlögin fyrsta mál á dagskrá Alþingis þegar það kemur saman þann 11. September í haust.