Gert er ráð fyrir að á yfirstandandi kjörtímabili muni verða farið í endurskoðun á virðisaukaskattskerfinu til þess að draga úr bili milli skattþrepa, fækka undanþágum og auka skilvirkni. Gert er ráð fyrir að hærra þrep virðisaukaskatts verði lækkað en lægra þrepið verði hækkað.

Þá er gert ráð fyrir að skatthlutfallið í miðþrepi tekjuskattsins verði lækkað um 0,8 prósentustig, úr 25,8 í 25% á næsta ári. Hækkun vaxta- og barnabóta verður framlengd og frítekjumark barna hækkað úr tæpum 105 þúsund krónum í 180 þúsund krónur.

Hugmyndum um lengingu fæðingarorlofs verður frestað en á móti kemur að launaþak í fæðingarorlofi hækkar um 20 þúsund krónur og verður 370 þúsund. Þá verður virðisaukaskattur á einnota bleyjur lækkaður úr efra þrepi í neðra til að auka ráðstöfunartekjur barnmargra fjölskylda.