Tekjuskattur á lögaðila nam 28,1 milljarði króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta ári. Þetta er 10,9 milljörðum krónum meira en áætlanir hljóðuðu upp á. Hluta fráviksins má rekja til uppgjörs fyrri ára sem skiluðu 3,8 milljarða króna viðbótartekjum. Búist er við að frávikið verði lægra þegar tölur fyrir desember verða birtar.

Fram kemur í upplýsingum um greiðsluafkomu ríkissjóðs á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs að handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var 51,1 milljarður króna á tímabilinu samanborið við 70,3 milljarða á sama tíma árið 2011. Tekjur reyndust 43,2 milljörðum krónum hærri en árið á undan á meðan að gjöldin jukust um 18,9 milljarða króna. Áætlanir gerður ráð fyrir því að handbært fé yrði neikvætt um 60,4 milljarða á tímabilinu.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs .