*

sunnudagur, 20. júní 2021
Innlent 11. júní 2013 07:30

Tekjutap OR 14 milljónir á mánuði vegna minni afkasta

Orkuveita Reykjavíkur þarf að kaupa viðbótarorku af Landsvirkjun til að uppfylla samninga vegna minni afkasta á Hellisheiði.

Ritstjórn

Hugsanlegt tekjutap Orkuveitu Reykjavíkur vegna sex megavatta minni afkastagetu Hellisheiðarvirkjunar er tæplega fjórtán milljónir króna á mánuði ef ekki er gripið til aðgerða. Þetta kemur fram á forsíðu Fréttablaðsins í dag.  Það eru tæplega 163 milljónir á ársgrundvelli en sú upphæð tvöfaldast á hverju ári án aðgerða.

Í Fréttablaðinu segir að þetta komi til vegna nauðsynlegra kaupa Orkuveitunnar á orku frá Landsvirkjun til að vega upp framleiðslutapið. Eins og blaðið greindi frá í gær þá telja vísindamenn Orkuveitunnar að afköst Hellisheiðarvirkjunar muni falla um sem jafngildir sex megavöttum á ári að meðaltali. Því til viðbótar gæti frekari samdráttur komið til vegna vandkvæða við niðurdælingu á vatni.

Um kaup á raforku frá Landsvirkjun segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður OR við Fréttablaðið, að hagstæðir samningar séu í gildi á milli fyrirtækjanna. Þeir samningar eru í gildi næstu árin.