Breytingar standa yfir hjá Góða hirðinum, nytjamarkaði Sorpu, en til stendur að stækka búðina sem er til húsa í Fellsmúlanum að sögn Friðriks Ragnarssonar verslunarstjóra.

Friðrik segir nánast allt seljast sem komi inn í búðina og ef það gengur hægt að selja eitthvað þá sé verðið bara lækkað.

„Tekkið er mjög vinsælt og er fljótt að fara,“ segir Friðrikum hvaða vörur séu vinsælastar. Annars segir hann vörum skipt í verðflokka og verðflokkurinn 500-1000 krónur sé vinsælastur. Og kúnnarnir koma í hópum: „Það kemur alltaf hópur inn þegar við opnum í hádeginu og síðan kemur annar hópur um fjögur leytið þegar fólk er á leið heim úr vinnu,“ segir Friðrik.