*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 14. júlí 2019 17:02

Tékkland hagnast um 29 milljónir

Bifreiðaskoðunarfyrirtækið Tékkland hagnaðist um 29 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 39 milljónir króna árið á undan.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bifreiðaskoðunarfyrirtækið Tékkland hagnaðist um 29 milljónir króna á síðasta ári samanborið við 39 milljónir króna árið á undan. Tekjur fyrirtækisins á árinu 2018 námu 291 milljón króna og jukust þær lítillega milli ára.

Rekstrargjöld námu 250 milljónum króna á síðasta ári og þar af voru laun og launatengd gjöld  156 milljónir króna. Rekstrargjöld á árinu 2017 námu í heildina 237 milljónum króna.

Eigið fé í árslok 2018 nam 141,8 milljónum króna miðað við 113 milljónir í árslok 2017. Ekki var greiddur út arður á síðasta ári en árið þar á undan voru greiddar út 15 milljónir í arð. Tékkland sameinaðist dótturfélagi sínu, S G Fasteign ehf., frá og með 31. desember 2017.

Hluthafar í fyrirtækinu eru Bifreiðaskoðun Íslands sem á 57% hlut, Tékkland ehf. sem á 38% og Birgir Hákonarson, framkvæmdastjóri Tékklands bifreiðaskoðunar, á 5%.

Stikkorð: Uppgjör Tékkland