Við ákvörðun á stofni til auðlegðarskatts skal eign í samlagsfélagi miðast við markaðsverð eða hlutdeild eigandans í skattalegu eigin fé félagsins, að mati ríkisskattstjóra.

Í skattavakt PwC segir að í áliti ríkisskattstjóra sé ekki fallist á þá röksemd að eignarhlutir í samlagsfélagi séu ekki framtalsskyldir þar sem óvíst sé um fjárhagslegt gildi þeirra þar sem samþykki allra eigenda þurfi fyrir því að selja, veðsetja eða ráðstafa eignarhlutum með öðrum hætti. Takmarkanir á heimild til sölu eignarhluta í hlutafélagi hafa því engin áhrif á skyldu hluthafa til að eignfæra hlutabréf í félaginu á framtali sínu.