United Airlines hyggst styrkja efnahagsreikning sinn með því gefa út ný hlutabréf, sækja 4,5 milljarða  dollara ríkistryggð lán og taka 5 milljarða dollara lán, frá bönkum líkt og Goldman Sachs, með vildarkerfi flugfélagsins að veði. Hið nýja fjármagn kemur á móti 30 milljón dollara daglegu útflæði á handbæru fé. Fina

United reyndi við 2,3 milljarða dollara skuldabréfaútboð í síðasta mánuði með veði í eldri flugvélum en það misheppnaðist vegna daufrar eftirspurnar fjárfesta.

Flugfélagið, sem hefur höfuðstöðvar í Chicago, býst við því að fjáröflunin muni koma varasjóði félagsins í 17 milljarða dollara fyrir lok þriðja ársfjórðungs. Hin „bætta lausafjárstaða mun tryggja meiri sveigjanleika í erfiðasta rekstrarumhverfi í sögu fluggeirans,“ segir í tilkynningu United.

Gullgæs flugfélaga

„Vildarkerfin eru í raun gullgæs flugélaganna,“ er haft eftir Burkett Huey hjá Morningstar í frétt Financaial Times . „Þau eru ástæðan fyrir því að bandarísk flugfélög hafa sögulega einungis haft um 20% af afkastagetu flugfélaga í heiminum en um helming af arðsemi flugiðnaðarins. Veðsetning viðldarkerfisins er líklega stórtækasta aðgerð sem ég hef séð hingað til.“

Vildarkerfi búa til tekjur fyrir flugfélögin með því að selja ferðalengdir (e. miles) til banka og annarra aðila sem dreifa þeim til viðskiptavina sem umbun. United gerir ráð fyrir að vildarkerfið skili þeim 300-350 milljónum dollara í tekjur á öðrum ársfjórðungi. Flugfélagið verðmetur vildarkerfið á 21,9 milljarða dollara miðað við EBIDTA ársins 2019 en það er nærri tvöfalt hærra en markaðsvirði United í dag.

Unided áætlar að setja lendingarleyfi og hlið á flugvöllum ásamt flugleiðum að veði gegn 4,5 milljarða dollara lágvaxta-láni frá bandaríska ríkinu. Þetta lán yrði til viðbótar við fimm milljarða ríkisttuðning sem félagið fékk frá ríkinu til þess að greiða launakostnað fyrir 96 þúsund starfsmenn út september.

Flugrisinn hyggst einnig selja 28 milljónir hluta á allt að 34,3 dollara á hlut og safna þannig hátt í 960 milljónir dollara eða um 130 milljarða íslenskra króna.