Telegraph birtir í dag grein þar sem segir að lánsfjárkrísan sem nú stendur yfir geti endurreist hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem veitanda neyðarlána.

Í grein Telegraph segir að greiningaraðilar telji að ef lánsfjárskrísan versnar sé mögulegt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komi Íslandi til bjargar, en það yrði í fyrsta sinn síðan 1970 sem sjóðurinn bjargar þróuðu landi.

Blaðið segir að þau vandamál sem Ísland á við að etja séu að sumu leyti dæmigerð fyrir lánsfjárskreppuna. Landið hafi byggt upp mikinn viðskiptahalla með miklum erlendum lántökum árum saman. Bankar landsins hafi einnig tekið mikið af erlendum lánum, en bankakerfi landsins sé átta sinnum stærra en efnahagskerfi þess. Ef illa fer sé ólíklegt að Seðlabankinn geti komið til bjargar. Krónan hafi hrunið og Seðlabankinn hafi hækkað stýrivexti í 15%, sem sé neyðaraðgerð, enda sé hagkerfi Íslands illa statt í heild.

Þegar gjaldmiðlar hafa hrunið hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gripið inn í. Það gerðistt t.d. 1976 þegar hann kom Bretlandi til bjargar. Nú geti ýmis önnur lönd lent í því sama og Bretar lentu í þá.

Grein Telegraph má nálgast hér.