Breska blaðið Telegraph rifjar í dag upp nokkrar af sínum helstu fréttum fyrir og eftir efnahagshrunið á Íslandi frá því í byrjun október s.l.

Fyrr í dag rifjaði Telegrap upp helstu fréttir sínar frá útrásarstarfssemi íslenskra fyrirtækja í Bretlandi frá árinu 2003 og í annarri færslu á vef Telegraph er farið yfir fréttir sem tengjast efasemdum um íslenska banka- og efnahagskerfið frá árunum 2006 – 2008.

Í síðustu færslu sinni í dag er sem fyrr segir rifjaðar upp fréttir af efnahagshruninu. Fyrsta fréttin er frá 3. október s.l. (þremur dögum áður en neyðarlögin voru sett) þar sem blaðið greinir frá því að erfiðleikar á Íslandi gætu orðið Bretum erfiðir.

Þann 6. október, sama dag og neyðarlögin voru sett, birti Telegraph frétt undir fyrirsögninni: Iceland´s dreams go up in smoke sem einhver kynni að þýða sem svo; Draumar Íslands fuðra upp.

Þá er í framhaldinu rifjaðar upp fréttir af erfiðleikum bankanna, hvernig þeir eru einn af öðrum teknir yfir að stjórnvöldum en einnig eru rifjaðar upp fréttir af breskum sveitafélögum, góðgerðarfélögum og öðrum stofnunum sem þá horfðu fram á að glata sparifé sínu þar sem þeir höfðu legið inn á reikningum íslensku bankanna.

Blaðið rifjar upp frystingu íslenskra eigna af hálfur Breta, sem byggðu á hryðjuverkalögum, hvernig Íslendingar hættu skyndilega að dá útrásarvíkingana, samstarf landsins við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og loks stjórnarslitin í lok janúar.

Sjá nánar á vef Telegraph.