Breska dagblaðið Telegraph fjallar um íslenska efnahagsundrið og örlög þess í ítarlegu máli í kvöld. „Ísland ofgerði þó sjálfu sér á stórbrotinn hátt, og núna endar veislan subbulega,” segir í umfjöllun blaðsins.

Fram kemur að fall krónunnar sé svo slæmt að aðeins zimbabveski dollarinn hafi staðið sig verr á þessu ári. „Einn af þremur bönkum landsins, Glitnir, hefur verið þjóðnýttur; annað vill fá peninga frá viðskiptavinum sínum. Gjaldeyrir er að klárast og erlendir bankar neita að lána fé,” segir Telegraph.

„Með afmáð brosin flýtir skrifstofufólk sér heim, fullt vangaveltna um hvort það verði ennþá með starf í lok vikunnar. Sýningarsalir bifreiða eru tómir. Fasteignasalar hætta vinnu snemma á daginn, fáir eru reiðubúnir að kaupa þær þúsundir óseldu íbúða sem eru á þeirra snærum. Óvæntar veðurhörkur halda fólkinu innandyra, sem er önnur ástæða þess að búðir eru tómar."

Frásögn Telegraph má lesa í heild sinni hér .