Karen Millen, stofnandi samnefndrar tískuvörukeðju sem áður var í eigu Baugs, kom í veg fyrir að mótframboði til stjórnar Byrs yrði ágengt með því að greiða atkvæði með gömlu stjórninni á nýliðnum aðalfundi sparisjóðsins. Millen heldur á hlut sínum í Byr í gegnum félags sitt í Lúxemborg.

Frá þessu greinir breska blaðið The Daily Telegraph á vef sínum í kvöld en blaðið segir frú Millen hafa átt hlut í Byr í nokkur ár. Þá heldur blaðið því fram að með því að greiða gömlu stjórninni atkvæði hafi Millen komið í veg fyrir að fyrir lánagreiðslur félagsins yrðu gerðar opinberar.

Í umfjöllun Telegraph kemur fram að ríkt hafi mikil reiði vegna 13 milljarða króna arðgreiðslna til hluthafa þar sem sparisjóðurinn var rekinn með 35,8 milljarða króna tapi á síðasta ári.

Sjá nánar á vef Telegraph.