Breska blaðið Telegraph rifjar í dag upp nokkrar af sínum helstu fréttum um frá árunum 2006 til 2008 þegar raddir efasemdamanna um íslenska bankamódelið voru hvað háværastar.

Fyrr í dag rifjaði Telegrap upp helstu fréttir sínar frá útrásarstarfssemi íslenskra fyrirtækja í Bretlandi frá árinu 2003.

Blaðið segir á vef sínum að í byrjun árs 2006 hafi viðvörunarljósin gangvart íslensku bönkunum og þeim fyrirtækjum sem þeir fjármögnuðu, byrjað að blikka.

Þannig rifjar Telegraph upp frétt frá því í mars 2006 sem fjallar um að búast megi við „harðri lendingu“ íslensku bankanna en þá skall á það sem menn hafa hingað til viljað kalla mini-kreppa á fjármálamörkuðum.

Eins og sést á fréttum Telegraph tóku bankarnir til varna og sögðu stöðu sína góða. Seinna það sama ár hækkuðu stýrivextir hér á landi í 13,75% og vandræði bresku tískufatakeðjunnar Moss Bros jók á áhyggjur manna af Baugi, sem þá hafði keypt stóran hlut í félaginu.

Í febrúar 2008 spurði blaðið í frétt sinni hvort von væri á bráðnun í íslensku hagkerfi og í mars fjallaði leiðari blaðsins um að ef svo færi að Íslenska hagkerfið hryndi myndi það hafa áhrif víða.

Sjá nánar á vef Telegraph.