Breska dagblaðið Telegraph segir frá því í dag að Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrum stjórnarformaður Baugs, sé að undirbúa endurkomu inn á breskan verslunarmarkað með því að ýta úr vör nýrri lágvöruverslunarkeðju sem hann muni kalla Best Price. Samkvæmt heimildum Telegraph á Best Price að líkja eftir annarri verslunarkeðju sem kallast Kwik Save.

Á forsíðu Viðskiptablaðsins sem kom út í gær var greint frá sömu hugmyndum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er hugmyndin sú að byggja upp verslanirnar upp á svipaðan hátt og Bónus byrjaði á Íslandi árið 1989.

Telegraph vitnar í skráningarlýsingu á félagi sem upphaflega var stofnað í júní 2009 undir nanfninu Bonus Foods. Nafni þess félags hafi síðan verið breytt í Best Price Foods Limited í lok janúar 2010. Félagið er skráð til heimilis á sama stað og JMS Partners Limited, félag í eigu Jóns Ásgeirs, Gunnar Sigurðssonar og Donalds McCarthy.