Sökum efnahagsþrenginga munu fjölmörg fyrirtæki lenda í rekstrarerfiðleikum á komandi misserum að því er kemur fram í tilkynningu Viðskiptaráðs. Því telur ráðið mikilvægt að vel takist til við úrlausn slíkra mála gagnvart bankakerfinu eins og kemur fram í tilkynningu þess.

Ráðið segir að í því sambandi komi ýmislegt til greina, t.d. alhliða niðurfærsla skulda og breyting skulda í hlutafé, svo fátt eitt sé nefnt. Viðskiptaráð leggur einnig til að stofnaður verði endurreisnarsjóður, sem hefði það hlutverk að tryggja áfrahamhaldandi rekstur fyrirtækja í tímabundnum erfiðleikum.