Þó svo að Símanum og Exista hafi ekki tekist að ná yfirráðum yfir Kögun högnuðust félögin ágætlega á tilraun sinni. Kaupverð félaganna á hlutunum í Kögun var ekki gefið upp en samkvæmt útreikningum greiningardeildar Landsbankans hagnaður félaganna tveggja líklegast um 680 milljónir króna samtals af þessum hlutum.

Síminn keypti eignarhlut sinn (um 27%) þann 9. febrúar síðstliðinn og Exista sinn hluta (10%) þann 20. febrúar síðastliðinn en fyrir átti Exista um 1% eignarhlut.