Hröð lækkun vaxta er lang mikilvægasta aðgerðin í atvinnumálum sem hægt er að grípa til á Íslandi segir í áliti Samtaka atvinnulífsins.

Þar segir að ljóst sé að við núverandi vaxtastig verður engin atvinnusköpun þar sem vart finnst sú fjárfesting sem stendur undir því.

„Það er óeðlilegt ástand að búa við 18% stýrivexti en vegna hins háa vaxtastigs verða engin ný störf til og störfum fækkar jafnframt óðfluga. Lækkun stýrivaxta í 8% gæti hugsanlega tryggt 7.000 fleiri störf á Íslandi á næsta ári en ella. Í dag eru 13.688 manns atvinnulausir á Íslandi," segir í álitinu.

Sjá nánar vef SA.