Vöruskiptahallinn mun breytast í afgang í lok ársins ef marka má orð greiningardeildar Landsbankans. Vísbendingar um samdrátt einkaneyslu og aukinn álflutning eru sagðar benda til þess að afgangur verði á vöruskiptum á allra síðustu mánuðum þessa árs.

Álit greiningardeildar Kaupþings er nokkuð samhljóma, nema hvað viðsnúningurinn er talinn munu verða ívið síðar á þeim bænum, eða á árunum 2009 og 2010. Í Hálf fimm fréttum greiningardeildar segir þó að viðsnúningur muni eiga sér fyrr stað en gengi krónunnar helst á svipuðum slóðum og í dag.

Greining Glitnis telur vöruskiptahallann munu verða lítinn á næstu misserum samanborið við undanfarin. Gengisþróun krónunnar ætti að öllu jöfnu að styðja við útflutningsgreinar og draga úr spurn eftir innfluttum vörum.