Rússneskir embættismenn áætla aðfjárfestar muni flytja allt að jafnvirði 70 milljörðum Bandaríkjadala, um 8.000 milljarða króna, frá Rússlandi fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta kemur fram á vef BBC.

Þetta er meira en allt árið í fyrra, en þá fluttu fjárfestar eignir sem metnar eru á 63 milljarða dala frá landinu. Ástandið í Úkraínu og yfirtaka Rússland á Krímskaga veldur þessum flótta auk hótana um frekari viðskiptaþvinganir.

Andrei Klepach aðstoðarefnahagsmálaráðherra Rússlands greindi frá þessu í í gær. Hann sagði jafnframt að áætlanir gerðu ráð fyrir engum hagvexti. Hagvöxturinn var aðeins 1,3% í fyrra.