Forsvarsmenn Bónuss viljal að skilaréttur fyrirtækisins á kjötvörum verði afnuminn frá og með 1.nóvember 2011. Hefur verslunarkeðjan sent öllum sínum kjötbirgjum erindi þess efnis. Bændablaðið greindi frá málinu í nýjasta tölublaði sínu.

Kjötvinnsla
Kjötvinnsla
© Aðsend mynd (AÐSEND)
Telja forsvarsmenn Bóunuss að með þessu muni vöruúrval minnka en verð varanna muni lækka til lengri tíma litið. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdarstjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, tekur vel í hugmyndina og segir afnám skilaréttar geta orðið til aukinngar hagkvæmni í úrvinnsluiðnaðinum. Hann fullyrðir þó ekki að vöruverð lækki með aðgerðunum