Fjárfestingabankinn Goldman Sachs telur að viðskiptaþvinganir sem beindust gegn rússneska álrisanum geti valdið því að heimsmarkaðsverð á áli fari upp 2.800-3.000 dali tonnið til skamms tíma að því er Bloomberg greinir frá .

Í byrjun apríl var verðið í kringum 2.000 dali og hafði þá farið lækkandi en hefur nú hækkað upp í tæplega 2.460 hækkunin hefur því numerið tæpum 25% í mánuðinum. Rætist spá Goldman þýðir það hækkunin yrði 50% á mjög skömmum tíma.

Bankinn telur hins vegar að á næstu tólf mánuðum muni álverð aftur jafna sig  niður í 2.000 dali. Þá telur bankinn að verðið verði 2.300 eftir sex mánuði og 2.500 eftir þrjá mánuði.

Goldman sagði þó að óvissan væri mikil og ef ekki tækist að finna lausnir nógu fljótt myndi heimsmarkaðsverð á áli jafnvel hækka umfram spá þeirra.