Minnihluti fjárlaganefndar telur að hægt sé að auka tekjur ríkissjóðs um 5,6 milljarða króna með breytingum á veiðigjaldi. Þar af sé hægt að ná 3,5 milljörðum króna með uppboði og leigu á makríkvóta. Þetta kemur fram í breytingatillögu við fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Breytingatillögunum var útbítt á Alþingi í dag. Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið hófst í dag og má gera ráð fyrir að hún standi langt fram eftir kvöldi.

Auk breytinga vegna veiðigjalds telur minnihlutinn að hægt sé að auk tekjur um 1800 milljónir króna með því að hækka virðisaukaskatt á hótel- og gistiþjónustu í 14% þann 1. mars næstkomandi.