*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 25. október 2014 17:10

Telja að hægja kunni á hagvexti

Leiðandi hagvísir Analytica gefur vísbendingu um að hæja kunni á hagvexti næstu mánuði líkt og fyrir mánuði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Leiðandi hagvísir ráðgjafafyrirtækisins Analytica gefur vísbendingu um að hægja kunni á hagvexti næstu mánuði líkt og fyrir mánuði. Samkvæmt Analytica er hagvísirinn (e. composite leading indicator) vísitala sem gefur vísbendingu um efnahagsumsvif að sex mánuðum liðnum.

Hagvísirinn er samsettur úr sex undirþáttum: aflamagni, debetkortaveltu, ferðamannafjölda, heimsvísitölu hlutabréfa, innflutningi og væntingavísitölu Gallup. Í september hækka fimm undirþættir af sex frá fyrra ári. Fimm undirþættir af sex lækka hins vegar milli mánaða. Helstu ástæður þess að hagvísirinn gefur til kynna mögulegan minni hagvöxt eru tvær. Annars vegar vegna minni loðnuafla og hins vegar vegna minni fjölgun ferðamanna, eftir að tillit er tekið til árstíðasveiflu.

Stikkorð: Gallup Analytica