Króna
Króna
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Krónan styrktist lítillega í liðinni viku. Gengisvísitalan lækkaði um 0,25% og endaði í 221,7849 stigum. Frá áramótum hefur krónan veikst um 6,20% og við telja sérfræðingar hjá Íslenskum verðbréfum að hún haldi áfram að veikjast út ári.

Helstu breytingar gagnvart einstökum myntum voru þær að krónan styrktist um 2,40% gagnvart svissneskum franka, eftir mikla veikingu vikuna á undan, og styrktist um 1,84% gagnvart Bandaríkjadal. Hins vegar veiktist krónan um 1,75% gagnvart sænsku krónunni og um 1,11% gagnvart norsku krónunni af því er fram kemur í markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa.