Krónur
Krónur
© Haraldur Jónasson (VB MYND/HARI)
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverð (VNV) haldist óbreytt frá júní til júlí. Gangi sú spá eftir eykst tólf mánaða verðbólga úr 4,2% í 4,9% í júlímánuði.

Í mælingu júlímánaðar munu vegast á lækkunaráhrif vegna sumarútsala og hækkunaráhrif vegna veikingar krónu, hækkunar launa á vinnumarkaði og verðhækkunar á íbúðamarkaði. Sumarútsölur eru komnar í fullan gang og gerum við ráð fyrir nærri 10% lækkun á fata- og skóverði í júlí vegna þeirra," segir í Morgunkorni Íslandsbanka

Þá segir að áhrif af kjarasamningunum sem gengu í gildi í júníbyrjun eru nú farin að koma fram, til að mynda í u.þ.b. 5% hækkun á mjólkurvörum sem tilkynnt var um fyrir síðustu mánaðamót. Búist er við að verð innfluttra vara haldi áfram að hækka vegna veikingar krónu undanfarna mánuði, en frá áramótum hefur krónan veikst um ríflega 5% gagnvart körfu helstu viðskiptamynta. Verðþrýstingur vegna hækkunar á hrávöruverði erlendis fer hins vegar minnkandi, þar sem verð ýmissa landbúnaðarvara hefur lækkað nokkuð á heimsmarkaði undanfarna mánuði mikla hækkun frá miðju síðasta ári til loka febrúar síðastliðins.

Gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir því að áhrif verðhækkana á íbúðamarkaði í júlí verði til 0,15% hækkunar á VNV. Þá er talið að hækkun á ýmsum liðum sem tengjast ferðum og flutningum, svo sem eldsneytisverði og veggjöldum um Hvalfjarðargöng, vegi til 0,1% hækkunar á VNV.