Ríkisstjórnin er tilbúin að auka framkvæmdir, hækka bætur almannatrygginga og ræða hækkun persónuafsláttar og frekari lækkun skatta á lægstu laun, að því er greint er frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag. Stefnt er að því samkomulag náist í dag á milli aðila vinnumarkaðarins, fulltrúa opinberra starfsmanna og stjórnvalda um atriði sem verði hryggjarstykkið í nýjum kjarasamningum.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram að ASÍ vilji fá breyta „óskýru“ orðalagi um lífeyrismál en jöfnun lífeyrisréttinda er ein af meginkröfum ASÍ.  Forystumenn Samtaka atvinnulífsins vinna nú að gerð málamiðlunar í sjávarútvegsmálum sem kynnt verður fyrir ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu.