*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Erlent 26. maí 2017 14:26

Telja eðlilegt að fólk vinni til sjötugs

Alþjóðaefnahagsráðið segir í nýrri skýrslu að eðlilegt sé að einstaklingar í ríkari löndum vinni lengur vegna aukins langlífis.

Ritstjórn
epa

Í nýrri skýrslu World Economic Forum - Alþjóðaefnahagsráðsins eru færð rök fyrir því að eftirlaunaaldurinn verði hækkaður upp í sjötíu ár fyrir árið 2050 í ríkum þjóðum á borð við Bretland, Bandaríkin, Japan og Kanada. Greint er frá niðurstöðum skýrslunnar í frétt BBC.

Bendir ráðið á að fjöldi einstaklinga yfir 65 ára muni þrefaldast þar til ársins 2050 og muni því fjöldi einstaklinga yfir 65 ára nema 2,1 milljarði. Einnig muni lífslíkur í sumum löndum ná yfir 100 ár. 

Haft er eftir Michael Drexler, sem fer fyrir fjármála- og innviðadeild Alþjóðaefnahagsráðsins, í frétt BBC að aukið langlífi hefði eins mikil fjárhagsleg áhrif á heiminn og hlýnun jarðar.