Verkfræðistofan EFLA hefur skilað úttekt á núgildandi mati á umhverfisáhrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, kynnti fjölmiðlum niðurstöðurnar í dag.

Lokaniðurstaða EFLU er að ekki eru teljandi breytingar á grunnástandi eða lagaramma sem valda því að endurtaka þurfi mat umhverfisáhrifum fyrir Bjarnarflagsvirkjun í heild. Á hinn bóginn er talið að meta þurfi betur jarðskjálftavirkni af völdum niðurdælingar á jarðhita. Þessi þáttur er vanreifaður i fyrra mati að því er segir í úttekt EFLU

„Ekkert annað landsvæði er eins nálægt náttúruperlu og því eðlilegt að rannsaka það frekar,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landvirkjunar. Hann benti á góða reynslu af niðurdælingu í nágrenninu og telur hann að það sama geti átt við um svæði í Bjarnarflagi.

Úttekt EFLU