Hagvöxtur mældist 0,2% á evrusvæðinu á öðrum ársfjórðungi í ár, samkvæmt niðurstöðum hagspár Bloomberg . Gangi spáin eftir þá verða þetta fyrstu jákvæðu hagvaxtartölurnar sem þar hafa sést í eitt og hálft ár, sex ársfjórðunga eða síðan árið 2011. Eurostat, hagstofa Evrópusambandsins, birtist hagtölurnar á miðvikudag.

Samkvæmt hagspá Bloomberg nam hagvöxtur í Þýskalandi 0,75%, sem er yfir fyrri spám.

Bloomberg skrifar bata evrusvæðisins á aðhaldsaðgerðir á Spáni og Ítalíu og efnahagsbata í Bandaríkjunum sem hafi smitað út frá sér.