Ágætlega hefur tekist að auka kaupmátt með þeim kjarasamningum sem gerðir voru um síðustu áramót, að mati hagfræðideildar Landsbankans. Launavísitalan hækkaði um 3,1% í desember en vísitala neysluverðs um 0,5%. Kaupmáttur launa hefur því aukist um 2,6% á tímabilinu.

Hagfræðideildin segir í Hagsjá sinni ekki annað séð en að mikill munur sé á kaupmáttarþróun starfsmanna ríkisins og á almennum markaði síðasta árið. Sé litið á samanburð á milli atvinnugreina virðast byggingastarfsemi og mannvirkjagerð vera að rétta við og koma upp úr öldudal síðustu ára.