Evrópski seðlabankinn lækkaði í dag hagvaxtar horfur sínar fyrir evrusvæðið. Hann gerir nú ráð fyrir því að hagkerfi aðildarríkjanna muni að meðaltali dragast saman um 0,6% í ár. Þetta er nokkkuð nákvæmari en svartsýnni spá en bankinn gaf út í mars síðastliðnum en þá var gert ráð fyrir frá 0,1 til 0,9% samdrætti á evrusvæðinu. Bankinn greindi frá því í dag að ekki verði hreyft við stýrivöxtum að sinni. Þeir standa í 0,5%.

Breska dagblaðið Financial Times segir á vef sínum að þrátt fyrir þetta sé seðlabankastjórinn Mario Draghi bjartsýnni á horfurnar á næst ári, búist hann við 1,1% hagvexti í stað 0-2% hagvaxtar.